Samkvæmt athugun Sjávarklasans er velta fimm stærstu tæknifyrirtækjanna tæplega 40 milljarðar króna á ári. Þessi fyrirtæki velta því svipað og öll 60 tæknifyrirtæki Sjávarklasans í upphafi áratugarins.
Gekk fyrir skömmu frá kaupum á veiðarfærahluta kanadíska fyrirtækisins North Atlantic Marine Services & Supply (NAMSS). Kaupin eru í nafni dótturfyrirtækisins Hampidjan Canada.
Tugir nemenda eru útskrifaðir hér á landi frá Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á ári hverju. Fiskifréttir ræddu við nokkra þeirra sem útskrifuðust hér í síðasta mánuði
Meðal smábátasjómanna hafa um skeið verið uppi óskir um að strandveiðibátum verði heimilt að fá farþegaleyfi samhliða strandveiðileyfi. Í kringum það gæti þó þurft flókið regluverk, að mati Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
Krufning á dauðum fiskum sem fluttir höfðu verið úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði leiddi í ljós einkenni sem benda til blóðeitrunar af völdum sárasýkinga.
Samkvæmt nýju frumvarpi frá atvinnuveganefnd verður strandveiðibátum heimilt að veiða tólf daga í hverjum mánuði. Horfið verði frá því að loka svæðum en Fiskistofu veitt heimild til að stöðva strandveiðar þegar heildarafla er náð.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, tók í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins nokkur dæmi af því hvernig íslenskur sjávarútvegur er skattlagður umfram aðrar atvinnugreinar.
Dagurinn er runninn upp. Eftir miklar tafir eru systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS lagðir af stað frá Kína - framundan er allt að 50 dags sigling.
Með reglugerðinni er leitast við að einfalda framkvæmd aflaskráningar en sjóstangaveiðifélögunum eru með lögum um stjórn fiskveiða tryggðar fullnægjandi aflaheimildir vegna mótanna.
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra afhenti í gær tveimur nemendum við Fisktækniskóla Íslands veglega námstyrki við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum.
Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar. Fiskstofnar eru þá skoðaðir í samhengi við vistkerfið í heild ásamt bæði efnahagslegum og félagslegum þáttum.
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja versnar og batnar. Þótt tekjur í sjávarútvegi hafi dregist saman um 35 til 45 milljarða á tveimur árum hefur eignastaðan aldrei verið betri.
Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun flytji í þetta nýja húsnæði um mitt næsta ár en þá verður starfsemi hennar á höfuðborgarsvæðinu loks öll á einum stað
Gunnar Örlygsson segir fyrirtækið gríðarlega vel búið, með reynslumikið starfsfólk og góða stjórnendur. Stefnt sé á að tvöfalda framleiðsluna á næstu tveimur árum
Hvalir eru taldir geta orðið fyrir ýmsu ónæði af völdum stórra skemmtiferðaskipa og annarrar skipaumferðar. Hvalaskoðun er þar vart undanskilin og á Skjálfanda bætist brátt við umferð stórra flutningaskipa væntanlegrar verksmiðju á Bakka.
Vottunarsamtökin Marine Stewardship Council hafa orðið fyrir harðri gagnrýni í Þýskalandi, meðal annars frá tugum vísindamanna og umhverfisverndarsamtaka. Skaðlegar veiðar sagðar fá vottun og sum vottunarfyrirtæki sögð háð hagsmunaaðilum.
Ráðherra heimsótti skipasmíðastöðina þar sem er verið að smíða nýjan Herjólf sem verður tilbúin til afhendingar í lok ágúst á þessu ári. Ennfremur fékk hann kynningu á starfsemi Eimskipa og Samskipa í Póllandi.
Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup fyrir Fiskifréttir eru 68% aðspurðra því fylgjandi að lækka gjöldin á litlar og meðalstórar útgerðir en 32% því andvíg.