miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

11.000 tonn af kolmunna brædd á Vopnafirði á þrem vikum

11. maí 2009 kl. 14:34

Það sem af er árinu hefur fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði tekið á móti alls tæplega 18.000 tonnum af hráefni. Munar þar mest um 11.000 tonn af kolmunna sem barst að landi á rúmlega þriggja vikna tímabili frá 12. apríl til 3. maí sl. Sveinbjörn Sigurðsson, verksmiðjustjóri á Vopnafirði, segir ekki annað hægt en að vera ánægður með árangurinn.

,,Auðvitað var loðnuveiðibannið mikið áfall. Við tókum einungis á móti um 3.000 tonnum af loðnu, sem veiddust af svokölluðum tilraunakvóta, og að auki fengum við um 1.000 tonn af gulldeplu til bræðslu. Það voru hins vegar kolmunnaveiðarnar sem skiptu okkur mestu máli. Við byrjuðum kolmunnavinnsluna á páskadag og að undanskildum einum sólarhring þá var verksmiðjan keyrð á fullum afköstum fram til 3. maí,” segir Sveinbjörn en að hans sögn gekk kolmunnavinnslan mjög vel.

Sjá nánar á vef HB Granda, HÉR