miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

12 milljarða frystitogari

20. nóvember 2009 kl. 14:55

Pacific Andes International, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem hefur afar sterka stöðu í viðskiptum með fisk í Kína, er að taka í notkun nýjan risafrystitogara, Lafayette, sem mun auka arðsemi veiða og vinnslu verulega.

Verið er að leggja lokahönd á smíði skipsins sem mun kosta um 100 milljónir dollara, eða rúmlega 12 milljarða íslenskra króna. Nýja skipið fer til veiða í Suður-Kyrrahafi í byrjun desember.

Lafayette er hannað til að vera á sjó allt árið um kring. Fimm öflugir togarar ásamt nokkrum fiskiskipum verða nýja skipinu til stuðnings og dæla afla sínum um borð í það til vinnslu. Lafayette mun geta unnið 1.500 tonn af fiski á sólarhring.