laugardagur, 23. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

160 grunnskólanemendur í launuðu sjávarútvegsnámi

Guðjón Guðmundsson
20. febrúar 2019 kl. 07:00

Grunnskólanemendur kynna sér veiðarfæragerð. Aðsend mynd

Skólann sækja 14 ára grunnskólanemendur og hver bekkur tekur eina viku í sjávarútvegstengt nám á sumrin. Kennarar í skólanum eru nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri,“ segir Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður.

Um 160 grunnskólanemendur sóttu á síðasta ári launað nám í Sjávarútvegsskólanum sem rekinn er af Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri. Sjávarútvegsmiðstöðin heyrir undir viðskipta- og raunvísindasvið háskólans. Henni er m.a. ætlað er að efla tengsl háskólans við atvinnulífið. Guðrún Arndís Jónsdóttir er forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar.

„Eitt af okkar föstu verkefnum undanfarin ár hefur verið rekstur Sjávarútvegsskólans í samstarfi við fyrirtæki á Akureyri og á Austurlandi.  Skólann sækja 14 ára grunnskólanemendur og hver bekkur tekur eina viku í sjávarútvegstengt nám á sumrin. Kennarar í skólanum eru nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Á hverju ári tekur þetta verkefni í heildina tvo til þrjá mánuði,“ segir Guðrún.

Tengt vinnuskólanum

Það var Síldarvinnslan á Neskaupstað sem hratt verkefninu upphaflega af stað en Sjávarútvegsmiðstöðin tók síðan við keflinu. Námið fer fram í heimabæ grunnskólanemendanna. Sveitarfélögin hafa stutt þetta nám með því að tengja það vinnuskóla viðkomandi sveitarfélags og grunnskólanemendurnir fá greidd laun meðan á náminu stendur. Fram til þessa hefur Sjávarútvegskólinn boðið þetta nám þar sem sjávarútvegur er hryggjarstykkið í atvinnulífinu, eins og á Höfn, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Vopnafirði, Húsavík, Akureyri og Dalvík. Guðrún gefur sér það að þekking grunnskólanemenda á þessum stöðum á sjávarútvegi geti verið meiri en barna á höfuðborgarsvæðinu.

Meðal námsefnis í skólanum er lífríki hafsins, veiðar, vinnsla sjávarafurða og eitt og annað sem tengist greininni.

„Það veitir ekki af því að byrja uppfræðslu um greinina strax í grunnskóla. Við vonum líka að uppfræðslan leiði til þess að einhverjir þessara nemenda haldi áfram og sæki sér menntun í sjávarútvegsfræði hjá Háskólanum á Akureyri og síðar störf við greinina. Það má því eiginlega segja að við séum á vissan hátt að rækta ungviðið,“ segir Guðrún.

Þörf á höfuðborgarsvæðinu

Stefna Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á þetta nám víðar á landinu. Guðrún segir að hugmyndin sé að útvíkka starfsemi skólans með því að sækja á fleiri staði s.s. á höfuðborgarsvæðið en það má ætla að sjávarútvegur og greinar honum tengdum séu grunnskólanemendum þaðan fjarlægari en þeim börnum sem koma frá þeim landsvæðum sem byggja meira og minna á sjávarútvegi.

Erlend verkefni

Sjávarútvegsmiðstöðin hefur einnig aðstoðað við þróunarverkefni á vegum hins opinbera í Víetnam og er í samstarfi við Utanríkisráðuneytið.  Einnig tekur Sjávarútvegsmiðstöðin þátt í verkefni fyrir Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Fimm nemendur frá Afríku og Asíu eru nú við nám í sjávarútvegsfræðum í Háskólanum á Akureyri í tengslum við þetta verkefni sem tekur sex mánuði og lýkur í mars.