föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

22 milljarða tap á norsku þorskeldi

7. desember 2009 kl. 12:00

Gríðarlegt tap hefur verið á þorskeldi í Noregi. Tapið á árunum 2005-2008 nam nálægt einum milljarði norskra króna eða jafnvirði 22 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.

Þetta kemur fram í fagtímaritinu Norsk fiskerinæring í grein sem ber yfirskriftina ,,Þorskeldi fellur til botns”.

Þrjú af stærstu fyrirtækjunum sem lagt hafa stund á þorskeldi, Marine Harvest, Grieg Seafood og Fjordlaks Marine, hafa hætt eldinu og tvö af elstu þorskeldisfyrirtækjunum hafa nýlega verið lýst gjaldþrota.

Í greininni er m.a. vitnað í nýja skýrslu sem Norska rannsóknaráðið hefur sent frá sér með áætlun fyrir tímabilið 2010-2020. Af henni er dregin sú ályktun að þorskeldi verði ekki arðbært á komandi árum.