miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

220 þúsund tonna kolmunnakvóti gefinn út í Noregi

19. desember 2008 kl. 11:26

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út kolmunnakvóta til norskra skipa fyrir árið 2009 og verður hann 221 þúsund tonn. Á fimm árum hefur kolmunnakvóti Norðmanna minnkað um 555 þúsund tonn að því er fram kemur í norska blaðinu Fiskaren.

Á því ári sem nú er senn á enda runnið var kolmunnakvóti Norðmanna 430 þúsund tonn en árið 2004 veiddu norsk skip hvorki meira né minna en 775 þúsund tonn. Kvótanum næsta ár er skipt þannig að skip með kolmunnatroll mega veiða rúm 156 þúsund tonn, þar af mega þau veiða 123 þúsund tonn í ESB-lögsögunni og tæp 19 þúsund tonn í færeysku lögsögunni. Skip sem eru skilgreind sérstaklega sem uppsjávartogarar og Norðursjávartogarar mega veiða um 60 þúsund tonn, þar af 35 þúsund tonn í ESB-lögsögunni og rúm 5 þúsund tonn í færeysku lögsögunni. Tekin eru frá 1.500 tonn fyrir meðafla við aðrar veiðar og 3 þúsund tonn til rannsókna.