mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

230 kr. meðalverð fyrir makríl upp úr sjó í Noregi!

20. ágúst 2009 kl. 12:00

Makríll er gríðarlega verðmætur fiskur sé hann unninn til manneldis. Meðalverð í Noregi fyrir makríl upp úr sjó til manneldisvinnslu var í fyrra liðlega 230 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi, sem er níu sinnum hærra en hráefnisverð á Íslandi til bræðslu í dag.

Þótt makríllinn sé lakara hráefni til vinnslu á sumrin þegar hann gengur á Íslandsmið er samt til mikils að vinna að gera úr honum mannamat.

Nánar er fjallað um veiðar og markaði fyrir makríl í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag og m.a. rætt við tvo íslenska sjómenn sem stundað hafa makrílveiðar við Noreg og Bretlandseyjar.