þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

2ja ára byggðakvóti auglýstur

31. mars 2008 kl. 12:15

Fiskistofa hefur auglýst byggðakvóta Þingeyrar fyrir fiskveiðiárið 2006/2007 lausan til umsóknar. 87 þorskígildistonn eru til skiptanna. Enginn bátur uppfyllti skilyrði sem sett voru fyrir úthlutun á sínum tíma, að því er fram kemur á vef RÚV.

Þá voru 5 bátar gerðir út frá Þingeyri. Nú hefur reglum verið breytt og kvótinn því auglýstur að nýju. Samkvæmt reglum þarf báturinn að vera skráður á Þingeyri en má landa til vinnslu, innan sveitarfélagsins. Nú eru 11 bátar skráðir með lögheimili á Þingeyri.

Reyndar hafa tveir bátanna verið seldir í burtu. Björgvin ÍS er nú hvalaskoðunarbátur á Húsavík og Egill ÍS hefur verið gerður út frá Grundarfirði. Frestur til að sækja um byggðakvótann rennur út 8. apríl næstkomandi.