föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

350 milljóna króna makrílfarmur

8. janúar 2009 kl. 16:03

Makrílveiðiskip eru að gera það gott um þessar mundir, svo vægt sé til orða tekið. Uppsjávarskipið Altaire frá Leirvík á Hjaltlandi landaði í vikunni 1.950 tonnum af ferskum makríl til vinnslu hjá fiskiðjuveri Norway Pelagic og fékk næstum 20 milljónir norskra króna fyrir aflann eða jafnvirði 350 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi Seðlabanka Íslands. Fyrir aðeins einn farm!

Fleiri hjaltlensk skip hafa landað í Noregi að undanförnu fyrir fast verð sem hefur verið að meðaltali 10-11 NOK á kílóið (177-195 ISK/kg).

Nánar segir frá þessu í Fiskifréttum í dag og vitnað í Fiskeribladet/Fiskaren.