sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

368 leyfi til strandveiða hafa verið gefin út

3. júlí 2009 kl. 10:10

Fiskistofa hefur þegar gefið út 368 leyfi til strandveiða, 148 á svæði A, 54 á svæði B, 64 á svæði C og 98 á svæði D. Til dagsins í dag hafa 103 bátar landað 202 tonnum af slægðum þorski í 289 veiðiferðum á svæði A, 27 bátar landað 29 tonnum í 61 róðri á svæði B, 31 bátur 48 tonnum í 75 róðrum á svæði C og 51 bátur 34 tonnum í 103 róðrum á svæði D. Fiskistofa áætlar að heimilaður afli í júní og júlí á svæði A geti klárast um næstu helgi.

Aflaheimildir skiptast á fjögur landsvæði með eftirfarandi hætti:

A. Eyja- og Miklaholtshreppur - Skagabyggð. Í hlut þess koma alls 1.316 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 263 tonn í júní, 724 tonn í júlí og 329 tonn í ágúst.

B. Sveitarfélagið Skagafjörður - Grýtubakkahreppur. Í hlut þess koma alls 936 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 187 tonn í júní, 515 tonn í júlí og 234 tonn í ágúst.

C. Þingeyjarsveit - Djúpavogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.013 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 203 tonn í júní, 557 tonn í júlí og 253 tonn í ágúst.

D. Sveitarfélagið Hornafjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 690 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 138 tonn í júní, 380 tonn í júlí og 172 tonn í ágúst.