mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

5% kvótaálag reiknað á gámafisk

8. desember 2009 kl. 15:10

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að reiknað verði 5% kvótaálag á fisk sem fluttur er óunninn á markað erlendis frá og með næstu áramótum. Hins vegar er fallið frá áformum um að skylt verði að vigta aflann endanlega hérlendis áður en hann er fluttur utan. 

Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að ákvörðunin um kvótaálagið sé tekin til þess að jafna stöðu þeirra sem ljúka vigtun sjávarafla hér á landi og þeirra sem vigta afla sinn erlendis.

Meginreglan hlýtur ávallt að vera sú að allur afli af Íslandsmiðum skuli vigtaður hér á landi og  slík tilhögun má aldrei verða mönnum í óhag. Fyrir því eru m.a veigamikil rök er snerta fiskveiðistjórnunina. Fyrir liggur að fiskur rýrnar nokkuð á þeim tíma sem líður frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Má leiða líkur að því að þegar afli er fluttur úr landi til vigtunar á markaði erlendis líði almennt lengri tími þar til að vigtun kemur en þegar vigtun afla er lokið hér á landi og því hafi rýrnun orðið meiri en ella,” segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Sjá nánar á vef ráðuneytisins,HÉR