mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

50 milljarða fisksölusamningur

19. mars 2009 kl. 10:36

Íslenska fyrirtækið Atlantis Group hf. hefur gert samning til fimm ára við japanskt fyrirtæki um afhendingu á um 11 þúsund tonnum af fiski á ári, aðallega túnfiski og Kyrrahafslaxi. Verðmæti samningsins er um 9 milljarðar japanskra jena á ári eða 45 milljarðar jena á samningstímanum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Í íslenskum krónum er hér um að ræða rúmlega 10 milljarða á ári eða 50 milljarða alls á fimm árum. Japanska fyrirtækið sem hér um ræðir, Daito Gyorui, er stærsti fiskmarkaður í Tokyo og jafnframt stærsti fiskmarkaður í heiminum.

Atlantis Group hf. var stofnað árið 2003. Fyrirtækið leggur stund á alþjóðleg fiskviðskipti og er aðaláherslan lögð á eldisfisk. Hluthafar eru um 20 og koma víða að úr heiminum. Um 60% hlutafjár eru í eigu Íslendinga.

Sjá nánar í Fiskifréttum.