miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

800 gramma risasíld

29. nóvember 2009 kl. 15:00

Það þykir gott að veiða síld sem er að meðaltali um 400 grömm að þyngd en norski síldarbáturinn Saksaberg veiddi um 800 gramma risasíld á dögunum. Meðalvigtin í einu kasti var að sögn eftirlitsmanns 546 grömm!

Þessar upplýsingar koma fram á vef Noregs Sildesalgslag. Síldin veiddist austur af Færeyjum í nýliðinni viku. Verkendur í landi segjast aldrei hafa séð síld af þessar stærð. Þeir geta sér til að síldin sé af stofni sem nefndur er færeyska haustgotssíldin en vilja þó ekki fullyrða það.