föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti 99 milljarðar í fyrra

7. ágúst 2009 kl. 09:55

Árið 2008 var afli íslenskra skipa rúm 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið 2007. Aflaverðmæti nam rúmum 99 milljörðum króna og jókst um 24% frá fyrra ári, en var 2,1% minna mælt á föstu verði.

Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúm 40%. Af þorskaflanum fór mest í salt en stærstur hluti ýsuaflans var frystur í landi.

Nánari upplýsingar má sjá á vef Hagstofunnar, HÉR.