sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflinn í ágúst minni en í fyrra

14. september 2018 kl. 09:28

Fiskafli íslenskra skipa í ágúst var tæp 105 þúsund tonn eða 13% minni en í ágúst 2017. Verðmæti afla í ágúst metið á föstu verðlagi var 5% minna en í ágúst 2017.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir einnig að botnfiskaflinn hafi verið rúm 37 þúsund tonn eða um 2 þúsund tonnum minni en í ágúst 2017. 

Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 18 þúsund tonn sem er 18% minna en í ágúst 2017. Uppsjávarafli nam tæpum 62 þúsund tonnum og dróst saman um 19%. Af uppsjávarartegundum veiddist mest af markríl eða rúm 54 þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli var 2.156 tonn samanborið við 1.274 tonn í ágúst 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2017 til ágúst 2018 var rúmlega 1.389 þúsund tonn sem er 5% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Nánar má lesa um þetta á vef Hagstofunnar.