mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflinn í janúar: Færri tonn en meiri verðmæti

13. febrúar 2009 kl. 10:02

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Botnfiskafli jókst um tæp 7.000 tonn frá janúar 2008 og nam 33.100 tonnum. Þorskafli jókst um rúm 6.000 tonn og karfaaflinn um rúm 1.500 tonn. Ýsuaflinn dróst saman um 1.650 tonn og ufsaaflinn um 150 tonn samanborið við janúar 2008. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 36.000 tonnum sem er tæplega 13.800 tonnum minni afli en í janúar 2008. Samdrátt í uppsjávarafla má rekja til þess að ekkert veiddist af loðnu í janúar miðað við rúm 22 þúsund tonn í janúar 2008. Síldarafli dróst einnig saman um 2.500 tonn frá fyrra ári. Afli kolmunna jókst hins vegar um tæp 6.000 tonn miðað við janúar 2008 og svo veiddust í nýliðnum janúar 4.900 tonn af gulldeplu. Flatfiskaflinn var tæp 1.650 tonn í janúar og jókst um rúmlega 700 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli  var 57 tonn samanborið við 68 tonna afla í janúar 2008.