mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflinn í september varð 108 þúsund tonn

16. október 2018 kl. 10:20

Uppsjávaraflinn minni en í fyrra. MYND/ÓÐINN MAGNASON

Fiskafli íslenskra skipa í september var 108.011 tonn eða 14% minni en í september 2017 sem skýrist aðallega af minni uppsjávarafla.

Samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands varð botnfiskaflinn í september rúm 35 þúsund tonn eða 7% meiri en í september 2017. Þorskaflinn varð tæpt 21 þúsund tonn sem er 3% minna en í sama mánuði í fyrra. 

Uppsjávaraflinn varð svo rúm 69 þúsund tonn og dróst saman um 23%. Af uppsjávartegundum veiddist mest af makríl eða rúm 54 þúsund tonn.

Þá varð heildarafli á 12 mánaða tímabili frá október 2017 til september 2018 rúmlega 1.253 þúsund tonn en það er 11% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Frekari tölur um veiðarnar í september og samanburði við fyrra ár má sjá vef Hagstofunnar.