mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áform um eldi á sæbjúgum hérlendis

24. febrúar 2009 kl. 11:49

Sæbjúgnaeldi hefst hér á landi , ef áætlanir ganga eftir. Ásgeir Guðnason fiskeldisfræðingur sem hefur nærri tuttugu ára reynslu í eldi á sæeyrum hefur gengið styrk, ásamt fleirum, til að byggja upp eldi og fullvinnslu á sæbjúgum við Eyjafjörð.

Ríkisútvarpið skýrði frá þessu. Ásgeir segir að eldið fari fram í kerjum innanhúss og sé ferlið sé nokkuð flókið.

Sem kunnugt er hafa verið stundaðar nokkuð umfangsmiklar veiðar á sæbjúgum hér við land síðustu árin og nam aflinn samtals um eitt þúsund tonnum á síðasta ári eins og nýlega kom fram í Fiskifréttum.