föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágætis síldveiði vestur af landinu

5. nóvember 2018 kl. 12:00

Bjarni Ólafsson AK. Mynd/Þorgeir Baldursson

Íslenska sumargotssíldin tekin að berast að landi í Neskaupstað.

Bjarni Ólafsson AK er á leiðinni til Neskaupstaðar með 980 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Aflinn fékkst í fjórum holum og var það stærsta 380 tonn eftir að togað hafði verið í þrjá og hálfan tíma. Bjarni er væntanlegur til Neskaupstaðar á morgun.

Þetta kemur fram í frétt Síldarvinnslunnar.

Beitir NK er kominn á miðin vestur af landinu og hóf veiðar í gærkvöldi.

Lokið var við að vinna norsk-íslenska síld úr Berki NK í gær og þar með er vinnslu á slíkri síld lokið í ár í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Frystiskipin munu hins vegar halda áfram að landa norsk-íslenskri síld í Neskaupstað; Hákon EA mun landa á morgun en Vilhelm Þorsteinsson EA er að veiðum, segir í fréttinni einnig.