sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ala fisk til að éta lús

8. desember 2009 kl. 12:17

Norðmenn hafa íhugað ýmsar aðgerðir í baráttunni við lúsina sem leggst á eldislaxinn og veldur gríðarlegu fjárhagstjóni. Fimm eldisfyrirtæki í Noregi eru nú að kanna möguleikana á því að hefja sameiginlega eldi á leppefisk eða varafiski sem reynst hefur liðtækur við að éta lúsina af laxinum.

Ekki er til nóg framboð af lifandi varafiski úr sjó sem sleppt er í eldiskvíarnar og því kviknaði sú hugmynd að ala mætti þennan fisk upp gagngert til þess að nota hann í áðurnefndum tilgangi.

Stórfyrirtækið Marine Harvest, sem vinnur að þessari hugmynd ásamt öðrum, hefur náð árangri við að klekja út hrogn varafisksins og á nú þegar 25.000 seiði sem nota mætti í þetta verkefni. Rætt hefur verið um að finna eldinu stað í þorskeldisstöð í Lovund í Norður-Noregi sem ekki er lengur í rekstri, að því er fram kemur á vefnum IntraFish.