mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alaska: Veiðar á villtum laxi aukast um 9,8%

23. nóvember 2009 kl. 15:00

Um 162 milljónir villtra laxa hafa verið veidd í atvinnuskyni við Alaska í ár. Þetta er ellefta stærsta veiðiárið í sögunni.

Árið í ár veiddust 15 milljónum fleiri laxar en árið 2008 en þá veiddust 146 milljónir laxa. Aukningin er 9,8% á milli ára. Reyndar gekk veiðin í ár ekki eins vel og gert var ráð fyrir en því var spáð í upphafi veiðitímabilsins að veiðin yrði 175 milljónir laxa.

Vermæti veiðinnar í ár er áætlað 370 milljónir dollara, eða 46 milljarðar ísl. kr.