sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Algjört hrun grásleppuveiða við Nýfundnaland

22. júní 2009 kl. 12:15

Grásleppuveiðin við Nýfundnaland hefur algjörlega brugðist að þessu sinni. Að sögn Arthurs Bogasonar formanns Landssambands smábátaeigenda mun minnkandi framboð inn á markaðinn af þessum sökum hafa þau áhrif að verð á grásleppuhrognum helst hátt og getur hækkað enn meira, en við slíkar aðstæður er líka alltaf hætta á að skortur á vörunni leiði til þess að markaðir tapist.

Að sögn Arthurs var heildarafraksturinn á vertíðinni á Nýfundnalandi að kvöldi 18. júní aðeins 86 tunnur af grásleppu. Vertíðin í fyrra þótti léleg með afbrigðum, en þá veiddust 3.500 tunnur sem var aðeins 42% af meðalveiði síðustu 10 ára. Veiðin nú er aðeins 2,6% af veiðinni 2008 og rúmt 1% af meðalveiði síðasta áratugar.

Veiðimenn klóra sér í kollinum yfir þessum ósköpum.  Eina skýringin sem þeim dettur í hug er að sjórinn sé of kaldur. Þess sjást reyndar merki á þorskinum. Einhver net eru enn í sjó við Nýfundnaland, en þau eru talin fá litlu breytt héðan af.

,,Við vitum nákvæmlega hvernig náttúruverndarsamtök munu bregðast við þessum fréttum. Þau munu halda því fram að um ofveiði sé að ræða. Það er hins vegar algjör fjarstæða því vertíðin á Nýfundnalandi hefur undanfarin ár varað í 15 daga á hverju svæði þannig að grásleppukarlarnir þar rétt náð að snerta stofninn sem kemur upp að landinu,” sagði Arthur í samtali við Fiskifréttir.

Nýfundnalendingar hafa verið jafnan verið stærsta grásleppuveiðiþjóðin við Norður-Atlantshaf með um 8.000 tunnur af hrognum á ári að meðaltali. Það munar því um minna inn á markað sem talinn er þola 31-32 þús. tunnur. Á síðasta ári voru Íslendingar mesta veiðiþjóðin með 11.700 tunnur og nú í ár nálgast veiðin hér við land 10.000 tunnur.