sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ályktun aðalfundar LS 2008

27. október 2008 kl. 11:21

Aðalfundur LS: Hafró skuldar þjóðinni skýringar

„Hafrannsóknastofnunin skuldar þjóðinni skýringar á því hvaða vitneskju hún bjó yfir varðandi íslenska þorskstofna, sem Alþjóðahafrannsóknaráðinu var ókunnugt um. Ráðið lagði til 160 þúsund tonna hámarksafla þorsks fyrir síðasta fiskveiðiár. Sú stofnun er þekkt af öllu öðru en frjálslyndum tillögum varðandi veiðiheimildir. Þetta mun í eina skiptið sem farið er undir hennar tillögur um aflamörk.”

Svo segir m.a. í ályktun aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var fyrir helgina.

„Ekki einu sinni gögn Hafrannsóknastofnunarinnar sjálfrar réttlæta þennan niðurskurð,” segir í ályktuninni.

„Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar harðneita að taka minnsta mark á þeirri eindregnu skoðun veiðimanna, hringinn í kring um landið, að ástand þorskstofnsins gefi ekkert tilefni til að skera veiðiheimildir niður fyrir öll söguleg lágmörk. Fundurinn krefst þess að þorskkvóti verði aukinn nú þegar og það verulega.”

Sjá nánar ályktun aðalfundar LS á vef sambandsins, HÉR