sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Áríðandi tilkynning Landhelgisgæslunnar um neyðarsenda

15. desember 2008 kl. 10:40

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á því að þann 1. febrúar 2009 mun alþjóðlega Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz og mun eftir þann tíma einungis vinna úr merkjum neyðarsenda sem eru á tíðninni 406 MHz.

Af þessum sökum er mjög mikilvægt fyrir sjófarendur og flugrekendur að yfirfara - og ef þörf er á, skipta út neyðarsendum, sérstaklega í öllum gúmbjörgunarbátum íslenskra skipa.

Landhelgisgæslan mælir með að nýir neyðarsendar á 406 MHz séu búnir GPS staðsetningarbúnaði. Staðsetningar með GPS eru eins og flestir vita mjög nákvæmar eða 60-100 metrar í radíus, sem styttir leitartíma hvort sem er á sjó eða á landi. Biðtími er innan sex mínútna frá ræsingu nýju sendanna þar til Stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Áríðandi er að sendarnir verði settir sem allra fyrst í alla báta, ekki síst björgunarbáta.

Cospas-Sarsat ákvað að hætta úrvinnslu merkja frá neyðarsendum á 121,5/243 MHz í samráði við Alþjóða flugmálastofnunina (ICAO) og Alþjóða siglingamálastofnunina (IMO) þar sem sárafáar sendingar á þessari tíðni hafa reynst vera raunveruleg neyðartilvik, auk þess er ónákvæmni staðsetninga veruleg.

Þessi breyting hefur að mati LHG afar jákvæð áhrif vegna fólks í neyð, en ekki síður vegna leitar- og björgunaraðagerða (SAR).

Sjá nánar á vef Gæslunnar, HÉR.