miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átaksverkefni AVS til skemmri tíma

8. desember 2008 kl. 10:28

Á árinu 2009 leggur AVS sjóðurinn áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs.

Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg.

Mikil þekking hefur orðið til á undanförnum árum í verkefnum sem unnin eru með styrk frá AVS sjóðnum og nú er lögð mikil áhersla á að koma „vitinu í verð“ til að skapa ný verðmæti og fleiri störf í íslenskum sjávarútvegi, segir í frétt frá AVS.

Sjá nánar á vefsíðu sjóðsins, HÉR.