mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Atferli fiska mælt með tilliti til segulsviðs

23. janúar 2010 kl. 14:30

Fyrirtækið Stjörnu-Oddi ehf. hefur hannað nýjan mælibúnað sem opnar vísindamönnum möguleika á því að rannsaka far og stefnu fiska með tilliti til segulsviðs.

Stjörnu-Oddi er þekktastur hérlendis fyrir hönnun og framleiðslu á rafeindamerkjum til atferlisrannsókna á fiski og nú hefur verið bætt við nýjum skynjara í slík merki esm nemur segulsvið jarðar.

,,Ýmis dýr skynja segulsvið jarðar og geta nýtt sér það til að rata á ferðum sínum á landi og i sjó. Áhrifin eru talin mest hjá þeim dýrum sem ferðast langt. HIngað til hefur ekki verið unnt að meta segulsviðsáhrifin hjá dýrinu sjálfu vegna þess hve stór slíkur búnaður hefur verið en nú höfum við leyst það," segir Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.