miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta skip verða á gulldepluveiðum

22. janúar 2009 kl. 10:37

Áhugi á veiðum á gulldeplu er mikill meðal útgerða uppsjávarskipa og má búast við að ekki færri en átta skip stundi þessar veiðar á næstu vikum. Alls hefur verið landað tæpum 1.600 tonnum af þessum nýja nytjafiski. Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Huginn VE hóf þessar tilraunaveiðar rétt fyrir jólin og fékk þá tæp 50 tonn af gulldeplu. Skipið hefur landað tvisvar eftir áramótin, rúmum 640 tonnum í fyrra sinnið og um 510 tonnum í það seinna. Huginn VE er nú í sinni þriðju veiðiferð. Birtingur NK landaði 371 tonni af gulldeplu í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn eftir fjóra daga á veiðum. Birtingur NK er í sinni annarri veiðiferð. Hoffell SU er þriðja skipið sem komið er á veiðar.

Þau skip sem verið er að undirbúa eru Faxi RE, Júpíter ÞH, Guðmundur VE, að öllum líkindum, Kap VE og Sighvatur Bjarnason VE

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.