miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin línuívilnun kallar ekki á meiri þorsk í pottinn

20. nóvember 2009 kl. 12:00

Þótt sjávarútvegsráðherra áformi útvíkkun línuívilnunar er ekki gert ráð fyrir að auka þorskheimildirnar í pottinum. Hins vegar hefur nú þegar verið bætt við ýsuna.

Frá því að línuívilnun var tekin upp hafa þær þorskheimildir sem ætlaðar voru til hennar ekki verið nýttar til fulls. Munar þar tæpum 5.000 tonnum á öllu tímabilinu, þ.e. frá byrjun fiskveiðiárs 2004/2005 til síðustu kvótaáramóta.

Sama er að segja um steinbítsheimildirnar, þar standa rúm 1.700 tonn út af borðinu á öllu tímabilinu.

Ýsuveiðiheimildirnar hafa hins vegar oftast verið nýttar til fulls og stundum rúmlega það.

Nánar er fjallað um þróunina í nýjustu Fiskifréttum.