fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bakkafjörður: Nokkuð góð byrjun á grásleppunni

18. mars 2009 kl. 15:08

Grásleppukarlar á Bakkafirði eru flestir ef ekki allir byrjaðir veiðar og lögðu sumir netin þann 10. mars. Oddur V. Jóhannsson skipstjóri á Á NS 191 er búinn að vitja netanna einu sinni og eftir fyrsta hringinn komu á land 1200 kg sem talið er nokkuð gott svona í byrjun vertíðar.

Þetta kemur fram á vefnum Langanesbyggd.is. Þegar vefstjóri hafði samband við Odd  var hann að draga 4ra nátta og voru að meðaltali 60-80 stykki í trossu. Sagði hann að bátarnir streymdu nú á miðin til að ná plássi á bestu stöðunum.