föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkin: Aukinn innflutningur á tilapia frá Kína

13. október 2009 kl. 15:00

Kína heldur áfram að auka hlut sinn í vinnslu á frystum flökum úr eldisfiskinum tilapia sem flutt eru inn til Bandaríkjanna.

Á fyrstu átta mánuðum ársins jókst hlutur Kína í innflutningi til Bandaríkjanna um 18%. Í fyrra nam þessi innflutningur um 51 þúsund tonni á tímabilinu en var kominn í rúm 62 þúsund tonn í lok ágúst í ár. Söluverðmæti nam um 239 milljónum dollara fyrstu átta mánuði í ár, eða um 30 milljörðum ísl. kr.

Alls voru seld um 116 þúsund tonn af afurðum úr tilapia til Bandaríkjanna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 2,7% meira en í fyrra. Verðmætin jukust um 6,1% og námu 458 milljörðum dollara.

Heimild: IntraFish