sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkjamenn stöðva atvinnuveiðar í Norður-Íshafinu

8. febrúar 2009 kl. 12:14

Hafís hefur bráðnað hratt á Norðurpólssvæðinu á undanförnum árum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Nú hafa bandarískt stjórnvöld tilkynnt að allar atvinnuveiðar í þeim hluta Norður-Íshafsins sem þau ráða yfir verði bannaðar meðan vistkerfið verði kannað nánar.

Þetta mun vera umfangsmestu friðunaraðgerðir vegna fiskveiða sem gerðar hafa verið af varúðarástæðum í heiminum. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á ísbreiðunni á Norðurpólssvæðinu á undanförnum árum. Þannig hefur ísþekjan minnkað um 40% frá því á níunda áratugnum. Við það hefur svæði upp á  milljónir ferkílómetra orðið aðgengilegt fyrir fiskveiðar, skipaumferð og olíuvinnslu.