sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bátaflotinn: Vestmannaey VE skilaði mestu aflaverðmæti

13. ágúst 2009 kl. 13:54

Togbáturinn Vestmannaey VE skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2008 eða 624 milljónum króna. Næst henni kom Bergey VE með 609 milljónir. Skipin eru systurskip, sem Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum gerir út.

Þetta kemur fram í úttekt Fiskifrétta sem unnin er upp úr nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti einstakra skipa á árinu 2008. Alls sex bátar náðu að fiska fyrir hálfan milljarð króna eða meira hver á síðasta ári.

Í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er birtur listi yfir þá 50 báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2008.