miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar

26. janúar 2009 kl. 14:52

Í gær stóð varðskip Landhelgisgæslunnar línu- og handfærabát að meintum ólöglegum veiðum inni á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. 

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar en um er að ræða skyndilokun nr. 8 sem auglýst var 21. janúar sl. eftir að Hafrannsóknastofnun hafði fengið upplýsingar um of hátt hlutfall smáfisks í afla báta á svæðinu.

Þá kemur fram að varðskipsmenn hafi vísað bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um hvort ákært verður í málinu.