miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blikur á lofti í uppsjávarveiðum

12. febrúar 2009 kl. 09:21

Mikil óvissa ríkir um veiðar á loðnu og íslensku sumargotssíldinni í ár. Þessar tvær tegundir skiluðu um 19 milljörðum í útflutningsverðmæti árið 2008 sem var rúmur helmingur af verðmætum afurða uppsjávarfisks. Eftir gott rekstrarár í fyrra eru nú blikur á lofti í greininni. Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Útflutningstekjur vegna afurða uppsjávarfisks námu tæpum 35 milljörðum króna á árinu 2008, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Hagstofu Íslands, eða um 20% af heildarútflutningi sjávarafurða.

Síldin vegur þar þyngst en hún skilaði tæpum 18,8 milljörðum króna í útflutningstekjur. Loðnuafurðir gáfur 11,7 milljarða á árinu og eru það ótrúleg verðmæti miðað við að ekki veiddust nema 149 þúsund tonn.

Sjá nánar úttekt í nýjustu Fiskifréttum.