þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bolungarvík: Óska ekki eftir sérstökum skilyrðum

9. júlí 2008 kl. 17:38

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík hafa ákveðið að ekki verði óskað eftir sérstökum skilyrðum við úthlutun byggðakvóta í Bolungarvík, heldur verði farið eftir þeim almennu úthlutunarreglum sem ráðuneytið setur.

Í þeim segir að á fiskveiðiárinu 2007/2008 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflaheimildum sem nema allt að 4.385 þorskígildislestum af botnfiski.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins Bestu á Ísafirði.