mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botninn dottinn úr gulldepluveiðum í bili

17. febrúar 2009 kl. 09:06

Botninn er dottinn úr gulldepluveiðunum í bili að minnsta kosti, en þessi óvænta búbót nemur nú um það bil 30 þúsund tonnum.  Síðast veiddist hún djúpt suðvestur af landinu en þar versnaði veður í gær og eru síðustu skipin nú á landleið til löndunar. Óvissa er um framhaldið, enda liggur ekki fyrir nein vitneskja um hegðan gulldeplunnar hér við land.

Nokkur skip eru enn að leita loðnu við Suðurströndina í von um að nægilegt magn finnist, svo hægt verði að gefa út kvóta, en það hefur ekki enn fundist.

Visir.is greindi frá þessuj.