fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botnlaust tap í norsku þorskeldi

26. mars 2009 kl. 11:26

Norskir þorskeldismenn vilja að ríkið komi greininni til aðstoðar vegna verðfalls á afurðum í vetur. Til þessa hefur norska ríkið lagt jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna til að þróa þorskeldi. Í vetur hefur verð á eldisþorski aðeins verið helmingur þess sem þarf til að eldið borgi sig.

Vandinn, sem við blasir, er að verðið á eldisþorskinum er ekki nógu hátt til að mæta kostnaðinum.  Núna í vikunni hafa fengist 26 norskar krónur fyrir kílóið en áætlanir gera ráð fyrir 44 krónum til að eldið standi undir sér.  Reiknað í íslenskum krónum fást á núskráðu gengi 460 fyrir kílóið af slægðum fiski en þyrftu að vera 790.

Þetta er svo alvarleg staða að þorskeldismenn hafa beiðið ríkisstjórnina um hjálp.  Að öðrum kosti glatist mikið af þróunarvinnu sem lögð hefur verið að koma þorskeldinu á legg.  Til þessa í ár hafa tæp þúsund tonn af norskum eldisþorski farið á markað, stundum fyrir lítið verð.  Á undanförnum árum hefur ríkið lagt um milljarð norskra króna - eða 17 milljarða íslenskra í eldið - og dugar ekki til.

Verð á eldislaxi er nú í við hærra en á eldisþorskinum eða 27 til 28 norskar krónur.  Laxeldismenn una vel við það því framleiðslukostnaður er mun lægri en í þorskeldinu.  Laxeldismenn telja sig ekki þurfa mikið meira en 20 krónur fyrir kílóið svo eldið skili gróða.  Laxinn vex hraðar og meiri fiskur um hrygg en þorskinum á minna fóðri.

Frá þessu er skýrt á fréttavef RUV.