mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brim kaupir frystan afla af færeyskum togara

22. ágúst 2008 kl. 12:47

Brim hf. hefur keypt 278 tonn af hausuðum frosnum þorski, sem samsvarar 370 tonnum af slægðum fiski. Þorskinn veiddi færeyski frystitogarinn Haki við austurströnd Grænlands.

Landað var í Færeyjum og farmurinn fluttur með frystigámum til Akureyrar.

Á heimasíðu Brims segir að verið sé að taka fiskinn í frystiklefann á Akureyri og verði hann unninn í landvinnslunni þar. Því er bætt við að þetta samsvari tveggja mánaða aflaverðmæti hjá íslenskum skuttogara í því kvótaumhverfi sem við búum við í dag.