mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brimnesið slær met

17. september 2008 kl. 09:54

Stærsta skipið í flota Brims hf., Brimnes RE 27, kom til löndunar í Reykjavík í morgun með nýtt met í aflaverðmætum eða því sem nemur 185 milljónum.

Alls voru þetta 1225 tonn og heildartími veiðiferðarinnar voru 37 dagar.

Af þessu tilefni var áhöfn og skipi fært málverk eftir Bjarna Jónsson (1934-2007), blómvöndur og terta sem nokkrir morgunhanar útgerðarinnar sáu um að koma um borð í skipið og til áhafnarinnar um leið og það kom til hafnar, að því er fram kemur á heimasíðu Brims.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Páll Rúnarsson