miðvikudagur, 20. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brottkastsbann samþykkt ? ESB sat hjá

18. nóvember 2009 kl. 12:26

Sá mikilvægi árangur náðist á ársfundi NA-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í síðustu viku að samþykkt var bann við brottkasti helstu fisktegunda á alþjóðlega hafsvæðinu í Norður-Atlantshafi sem heyrir samningssvæði NEAFC.

Evrópusambandið studdu ekki tillöguna enda leyfa núverandi reglur sambandsins brottkast og skylda jafnvel þá sem ekki eiga kvóta fyrir tilteknum afla að kasta honum í hafið.

Tillagan um bann við brottkasti var borin fram sameiginlega af Íslandi, Noregi, Rússlandi og Danmörku fyrir hönd Færeyja og Grænlands. Bannið nær til þeirra fiskistofna sem NEAFC stjórnar veiðum úr á alþjóðlegu hafsvæði, svo sem makríl, kolmunna., norsk-íslenskri síld, ýsu og karfa. Jafnframt var samþykkt að halda áfram vinnu við að semja reglur til styrktar banninu.