sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Dáinn" skipstjóri dæmdur í fangelsi

13. febrúar 2009 kl. 13:35

Skrifaði minningargrein um sjálfan sig í Fishing News

Skipstjóri frá Portsmouth á Suður-Englandi, sem kallaður hafði verið fyrir hjá bresku fiskveiðistofnuninni vegna fiskveiðilagabrota, þóttist vera dáinn og skrifaði síðan minningargrein um sjálfan sig í breska sjávarútvegsblaðið Fishing News.

Þetta vakti grunsemdir fiskeftirlitsmanns á suðurströndinni sem hafði samband við lögreglu og þá kom hið sanna í ljós, að því er fram kemur á vefnum FishInfo.

Maðurinn, Derek Atkins að nafni, var sakaður um margvísleg brot, meðal annars að hafa landað afla ólöglega og stjórnað skipi sínu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Auk þess var hann ákærður fyrir annars konar svindl og svik og fyrir að hafa leynt yfirvöld því að hann hafði skipt um nafn meðan hann var á lista yfir kynferðisafbrotamenn.

Í minningargreininni í Fishing News sagði m.a. að Atkins hefði gefið sig allan í starf sitt og haft lítinn tíma fyrir yfirvöld sem stefndu að því að svipta breska fiskimenn rétti sínum til þess að stunda heiðarlega vinnu.

Síðan sagði Atkins um sjálfan sig: ,,Hann var álitinn heiðursmaður á sjó, hafði ríka kímnigáfu og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Hann var hæglátur fjölskyldumaður og hans verður sárt saknað af fjölskyldu og vinum.”

Atkins var dæmdur í 30 mánaða fangelsi.