miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Danir vilja MSC umhverfismerki á allan fisk

31. ágúst 2009 kl. 12:01

Samtök danskra fiskimanna (Damnarks Fiskeriforening) gefa út í dag viljayfirlýsingum um að allar danskar fiskveiðar verði umhverfisvottaðar af vottunarfyrirtækinu Marine Stewardship Council.

Danir hafa þegar tryggt sé MSC umhverfismerkið fyrir mikilvægustu uppsjávartegundirnar sem eru norðursjávarsíld, makríll og norsk-íslensk síld og það hafa Norðmenn reyndar einnig gert, að því er segir á vef Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi.

Þar kemur einnig fram að Danir, rétt eins og Norðmenn, gætu í upphafi lent í vandamálum vegna þorskveiða sinna þegar kemur að vottunarferlinu. Bæði í Eystrasalti og Norðursjó eru þorskstofnarnir í lágmarki. Það þýðir að dönsk stjórnvöld og Evrópusambandið verða að koma fram með trúverðuga áætlun um uppbyggingu þessara stofna áður en hægt er að búast við að nýting þeirra teljist sjálfbær að mati MSC. Það sama gildir raunar einnig um strandþorskinn við Noreg.

Hvað aðra hvítfiskstofna í Norðursjó varðar er útlitið bjartara því bæði ýsu- og ufsaveiðarnar eru taldar innan þess sem MSC sættir sig við.