sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Dettur Kúba norðursins í hug

19. desember 2018 kl. 10:10

Samherji vísar afgreiðslu bankaráðs Seðlabanka Íslands á erindum frá Samherja undanfarin tvö ár til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sent bankaráði Seðlabanka Íslands opið bréf þar sem hann segist líta svo á, „í ljósi fyrri reynslu“, að svar formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, dags. 14. september síðastliðinni, „hafi í reynd falið í sér að bankaráð hyggist ekki svara erindum Samherja. Verður sú ákvörðun borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, ásamt afgreiðslu bankaráðs á fyrri erindum undanfarin tvö ár.“

Í bréfi sínu rekur Þorsteinn Már samskiptin við bankaráð Seðlabankans og segist hafa bundið miklar vonir við að málinu myndi ljúka eftir fund með bankaráði 27. nóvember síðastliðinn.

„Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur. Eru það mér og starfsmönnum Samherja mikil vonbrigði að bankaráðsformaður hafi kosið að draga málið að ósynju. Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“

Sjá nánar á vef Samherja.