föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dragnót og dragnótaveiðar við Ísland

28. júlí 2008 kl. 17:10

Út er komið Fjölrit Hafrannsóknastofnunarinnar. Dragnót og dragnótaveiðar við Ísland eftir Hrafnkell Eiríksson.

Aðdragandi samantektar um dragnót og dragnótaveiðar voru fundir Hafrannsóknastofnunarinnar víða um land árin 2001 og 2003, auk niðurstaða úr verkefni Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunarinnar um brottkast á fiski, sem sýndu bæði mjög greinilega hagsmunaárekstra milli handfæra- og línuveiða og dragnótaveiða á vissum svæðum og hlutfallslega mest mælt brottkast hjá dragnótabátum.

Krókaveiðimenn bentu ennfremur á að dragnótaveiðarnar hefðu smátt og smátt verið að þróast úr flatfiskveiðum í bolfiskveiðar með tilheyrandi breytingum á veiðarfærinu eins og hækkun á höfuðlínu og notkun “grjóthoppara”. Af gefnu þessu tilefni settu forstjórar Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar á laggirnar samráðshóp, með aðkomu sjávarútvegsráðuneytis, og voru í hópnum forstjórar beggja stofnana auk nokkurra starfsmanna þeirra sem koma að málum varðandi fiskveiðar.

Markmið vinnuhópsins var að auðvelda stjórnvöldum frekari ákvarðanir um dragnótaveiðar, hvort þær væru hugsanlega skaðlegar eða leiddu til brottkasts og veiða á smáfiski umfram aðrar veiðar.

Til frekari upplýsinga um dragnótaveiðar voru Friðrik Halldórsson frá Félagi dragnótamanna og Jónbjörn Pálsson fiskifræðingur fengnir til að halda yfirlitserindi um veiðarfærið, veiðar og stærðarsamsetningu dragnótaafla eftir svæðum.