föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eftir aðeins tíu daga hætt að hlusta eftir neyðarsendingum á 121,5 MHz

22. janúar 2009 kl. 17:23

Eftir aðeins tíu daga hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar minnir á að mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.

Þar kemur fram að neyðarsendar á 406 MHz með innbyggðum GPS verða til þess að nákvæm staðsetning fæst við ræsingu sendis. Verður því leitarsvæðið minna og líkur á að sá sem leitað er að, verði mun fyrr komið til bjargar. S

taðsetningar GPS tækja eru mjög nákvæmar eða 60-100 metrar í radíus. Biðtími er innan sex mínútna frá ræsingu nýju sendanna þar til Stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Sjá nánar vef Gæslunnar.