sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Eigið fé sjávarútvegs um 100 milljarðar í árslok 2006

20. maí 2008 kl. 09:42

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006.

Þar kemur m.a. fram að afkoma botnfiskveiða og -vinnslu batnaði frá árinu 2005 til ársins 2006. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9½% af tekjum í 18½% en hagnaður botnfiskvinnslu hækkaði úr 3½% af tekjum í 9½%.

Afkoma botnfiskveiða og -vinnslu í heild breyttist lítið á milli áranna 2004 og 2005. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 7½% af tekjum í 9½% en hagnaður botnfiskvinnslu lækkaði úr 4½% af tekjum í 3½%.

Niðurstöður efnahagsreiknings sýna að heildareignir sjávarútvegs í árslok 2006 voru 387 milljarðar króna, heildarskuldir 290 milljarðar og eigið fé því 97 milljarðar.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2005 voru 354 milljarðar króna, heildarskuldir 250 milljarðar og eigið fé því 104 milljarðar.

Nánar er greint frá málinu á vef Hagstofu Íslands.