föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einar K. Guðfinnsson: Ég fagna þessari ákvörðun

18. febrúar 2009 kl. 15:57

,,Ég fagna þeirri afstöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að halda sig við ákvörðunina um hvalveiðar sem ég tók í lok janúarmánaðar. Ég tel hana bæði rökrétta og skynsamlega,” sagði Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmála í samtali við Viðskiptablaðið. 

,,Ég tel að ráðherrann hljóti líka að gera þetta með hliðsjón af því að fyrir liggur þingsályktunartillaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, þar sem vilji meirihluta Alþingis í þessu efni kemur fram.

Núna hlýtur það að bíða hvalveiðimanna að fara að undirbúa vertíðina, gera skipin klár og manna þau og hefja framkvæmdir bæði á Akranesi og í Hvalfirði. Það skapar bæði störf og gjaldeyristekjur og við þurfum á hvoru tveggja að halda,” sagði Einar K. Guðfinnsson.