þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einnig deilt á Noreg og Færeyjar vegna makrílveiða

19. mars 2009 kl. 13:39

Íslendingar eru ekki einir um að sæta ámælis fyrir að veiða makríl án tilskilins kvóta frá NEAFC.  Danir ásakar Norðmenn og Færeyinga um að taka sér meiri veiðiheimildir en þeim beri.

,,Framferði Íslands stappar nær sjóráni, en á sama tíma hafa bæði Norðmenn og Færeyingar skammtað sér sjálfir einhliða viðbótarkvóta,” segir Christian Olsen talsmaður dönsku uppsjávarveiðisamtakanna í samtali við Fishing News International. ,,Frá sjónarhóli ESB og Danmerkur er erfitt að sjá muninn á því sem Ísland hefur aðhafst og því sem Noregur og Færeyjar eru að gera. Í raun er um sama hlutinn að ræða. ESB er eini aðilinn sem vinnur innan ramma samkomulags strandríkjanna um makrílveiðar.”

Nánar er fjallað um makríldeiluna í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.