fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eitt gott hol við flottrollsveiðar gat bjargað heilu veiðiferðunum

22. desember 2009 kl. 11:33

Í jólablaði Fiskifrétta sem kemur út í dag er ítarlegt viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson um sjómennskuár hans en Guðjón á að baki langan og farsælan feril sem skipstjóri. Lengst af var hann skipstjóri á skuttogaranum Páli Pálssyni ÍS.

Menn sem hafa verið með Guðjóni til sjós vita að karlinn í brúnni lét oft heyra hressilega í sér og stökk út á dekkið og tók til hendinni ef honum líkaði ekki vinnubrögðin. ,,Mér hljóp oft kapp í kinn við veiðarnar. Ég kalla það verkæsing,“ viðurkennir Guðjón. Hann lýsti í framhaldinu einu atviki er hann vatt sér út úr brúnni og ætlaði að stökkva niður á lunninguna og þaðan niður á dekk. Í því hallaðist báturinn og ekki vildi betur til en svo að Guðjón stökk í sjóinn.

Guðjón var meðal þeirra skipstjóra sem tóku þátt í því að veiða þorsk í flottroll á Vestfjarðamiðum. Aflabrögðin þá voru ævintýraleg. Hann lýsir þeim veiðum í viðtalinu og segir meðal annars frá því þegar hann fékk á skömmum tíma um 100 tonn af þorski í einu holi; aflinn var 3 tonn á hverja mínútu sem togað var.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Guðjóna Arnar Kristjánsson í Fiskifréttum.