þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki ennþá forsendur fyrir loðnukvóta

9. febrúar 2009 kl. 12:11

Fremsti hluti göngunnar kominn vestur fyrir Ingólfshöfða

,,Loðnan gengur hratt vestur með landinu, í morgun var fremsti hluti göngunnar kominn 23 mílur vestur fyrir Ingólfshöfða. Mælingarnar fram að þessu gefa ekki ennþá forsendur fyrir útgáfu veiðikvóta,” sagði Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun í samtali við Fiskifréttir nú klukkan 12 á hádegi.

Að sögn Þorsteins hafði skipstjórinn á Lundey NS samband við rannsóknaskipið Árna Friðriksson vegna loðnu vestan við Ingólfshöfða, en mælingar rannsóknaskipsins á því svæði breyttu litlu um mat fiskifræðinganna um loðnumagnið.

Seinni hlutinn af loðnugöngunni sem mæld var í janúar hefur ekki skilað sér suður fyrir ennþá, segir Þorsteinn.